Innlent

Samsæri við neytendur

Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir að gera samning við einkaaðila um að kaupa byggingarlóðir í Norðlingaholti "með góðu eða illu og standa að eignarnámi ef eigendur vilja ekki selja." Borgaryfirvöld bjóða síðan út á hæsta verði og miða lóðaframboð sitt út frá þessum samningi. Fyrirsjáanlegt er að hagnaðurinn af útboðinu verði um tvo milljarða króna. Samkvæmt samningi borgarinnar við einkaaðilann fær einkaaðilinn 40 prósent hagnaðarins, eða um 800 milljónir, og borgin 60 prósent, eða 1.200 milljónir króna. "Þetta er það sem ég kalla samsæri við neytendur," segir Guðlaugur Þór. "Reykjavíkurborg sem langstærsta sveitarfélagið hefur áhrif á hækkun á verði og samkeppni. Ef Reykjavík er með lítið framboð af lóðum hækkar verðið, fyrst og fremst í Reykjavík en líka á öllu höfuðborgarsvæðinu, og það er það sem Reykjavíkurborg og einkaaðilinn græddu á, litlu framboði á lóðum, neyð borgarbúa. Það er gríðarlegur lóðaskortur í borginni."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×