Innlent

Útlendingarnir eru forsendan

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur að umræðan um erlent vinnuafl sé "ótrúlega neikvæð" miðað við þær ofþensluaðstæður sem Íslendingar búi við. Erlenda vinnuaflið sé algjör forsenda fyrir því að "Íslendingar eigi ekki eftir að upplifa ofþenslukollhnís með tilheyrandi kjarahruni." Ari segir að svört atvinnustarfsemi stafi ekki af neinum ókunnugleika um lög og reglur í landinu. Gegn slíkri neðanjarðarstarfsemi sé eðlilegt að grípa til lögregluaðgerða og það sé nokkuð sem öllum ábyrgum aðilum finnist sjálfsagt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×