Innlent

Samstarf við háskóla í Kína

Samningur um víðtækt samstarf Viðskiptaháskólans á Bifröst og Háskólans í Shanghai verður undirritaður í opinberri heimsókn forseta Íslands til Kína í næsta mánuði. Síðustu ár hefur Bifröst lagt áherslu á samskipti við háskóla í Asíu og hafa um 30 nemendur stundað nám við samstarfsskóla Bifrastar í Kína og Japan síðustu misseri. Gert er ráð fyrir að næsta vor muni um tíu kínverskir nemendur stunda nám sitt á Bifröst og á sama tíma verði um 15 nemendur frá Bifröst í Shanghai.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×