Rúmlega 40 ríkisfangslausir 14. apríl 2005 00:01 Rúmlega 40 einstaklingar eru skráðir með lögheimili hér á landi en eru án ríkisfangs, með öðrum orðum "landlausir" eins og það er nefnt. Á svonefndri utangarðsskrá eru átta manns. Þessar upplýsingar fengust á Hagstofu Íslands. Guðni Baldursson hjá Þjóðskrá Hagstofunnar sagði, að á munurinn á þessu tvennu væri sá, að á utangarðsskránni væri fólk sem væri hér til bráðabirgða, en hefði ekki dvalarleyfi. Í sumum tilvikum væru menn að bíða eftir því að komast inn á þjóðskrá. Þetta fólk væri án ríkisfangs í öðrum löndum. Hinir fyrrnefndu hefðu landvistarleyfi og öll önnur leyfi í lagi. Ekkert hefur gerst í málefnum Aslans Gilaevs, mannsins sem kom skilríkjalaus hingað fyrir um það bil fimm árum og Fréttablaðið ræddi við fyrir skömmu. Dvalarleyfi hans, sem er til bráðabirgða, rennur út 1. ágúst. Alþjóðadeild lögreglunnar hefur grafist fyrir um uppruna mannsins en hefur ekki fundið neitt ennþá sem bendir til þess hvaðan hann hafi komið. Hans mál hefur því nokkra sérstöðu hvað varðar ríkisfang. Jóhann Jóhannsson hjá Útlendingastofnun sagði að skipta mætti hinum ríkisfangslausu í þrjá flokka. Hluti væri "kvótaflóttamenn" sem þyrftu að dvelja hér í fimm ár áður en þeir fengju ríkisfang hér, ef þeir óskuðu eftir því á annað borð. "Síðan er eitthvað af fólki sem hefur verið heimilað að koma hingað, til að mynda í fjölskyldusameiningu," sagði Jóhann. "Það hefur áður verið flóttamenn, sem hefur fengið búsetuleyfi hér þótt það sé ríkisfangslaust. Þá eru hópur ríkisfangslausra frá Eystrasaltsríkjunum sem hefur fengið að koma hingað. Nefna má Rússana sem lokuðust inni í baltnesku löndunum, þegar Sovétríkin liðuðust í sundur, en þeir fengu ekki ríkisfang í nýju ríkjunum. Þeir eru hér eins og Eystrasaltsfólk, sem nýtur ekki ríkisborgararéttar í þessum ríkjum." Spurður hvað yrði um hina ríkisfangslausu hér á landi sagði Jóhann, að flestir yrðu um kyrrt og fengju ríkisborgararétt, aðrir færu aftur úr landi. Fréttir Innlent Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Rúmlega 40 einstaklingar eru skráðir með lögheimili hér á landi en eru án ríkisfangs, með öðrum orðum "landlausir" eins og það er nefnt. Á svonefndri utangarðsskrá eru átta manns. Þessar upplýsingar fengust á Hagstofu Íslands. Guðni Baldursson hjá Þjóðskrá Hagstofunnar sagði, að á munurinn á þessu tvennu væri sá, að á utangarðsskránni væri fólk sem væri hér til bráðabirgða, en hefði ekki dvalarleyfi. Í sumum tilvikum væru menn að bíða eftir því að komast inn á þjóðskrá. Þetta fólk væri án ríkisfangs í öðrum löndum. Hinir fyrrnefndu hefðu landvistarleyfi og öll önnur leyfi í lagi. Ekkert hefur gerst í málefnum Aslans Gilaevs, mannsins sem kom skilríkjalaus hingað fyrir um það bil fimm árum og Fréttablaðið ræddi við fyrir skömmu. Dvalarleyfi hans, sem er til bráðabirgða, rennur út 1. ágúst. Alþjóðadeild lögreglunnar hefur grafist fyrir um uppruna mannsins en hefur ekki fundið neitt ennþá sem bendir til þess hvaðan hann hafi komið. Hans mál hefur því nokkra sérstöðu hvað varðar ríkisfang. Jóhann Jóhannsson hjá Útlendingastofnun sagði að skipta mætti hinum ríkisfangslausu í þrjá flokka. Hluti væri "kvótaflóttamenn" sem þyrftu að dvelja hér í fimm ár áður en þeir fengju ríkisfang hér, ef þeir óskuðu eftir því á annað borð. "Síðan er eitthvað af fólki sem hefur verið heimilað að koma hingað, til að mynda í fjölskyldusameiningu," sagði Jóhann. "Það hefur áður verið flóttamenn, sem hefur fengið búsetuleyfi hér þótt það sé ríkisfangslaust. Þá eru hópur ríkisfangslausra frá Eystrasaltsríkjunum sem hefur fengið að koma hingað. Nefna má Rússana sem lokuðust inni í baltnesku löndunum, þegar Sovétríkin liðuðust í sundur, en þeir fengu ekki ríkisfang í nýju ríkjunum. Þeir eru hér eins og Eystrasaltsfólk, sem nýtur ekki ríkisborgararéttar í þessum ríkjum." Spurður hvað yrði um hina ríkisfangslausu hér á landi sagði Jóhann, að flestir yrðu um kyrrt og fengju ríkisborgararétt, aðrir færu aftur úr landi.
Fréttir Innlent Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira