Innlent

Skortir skýra stefnu

Mjög vantar upp á að íslensk fyrirtæki hafi mótað sér skýrar reglur hvað varðar misnotkun áfengis og annarra vímuefna meðal starfsmanna sinna en ekki er talin þörf á hertum lögum hvað þessi mál varðar. Þetta er meðal þess sem fram kom á málþingi um áfengis og vímuvarnir á vinnustöðum sem Vinnueftirlitið stóð fyrir í gær. Ýmsir tóku til máls á þinginu og víða tekið niður en áfengis og vímuvarnir snerta víðfemt svið og öll fyrirtæki að meira eða minna leyti. Ása G. Ásgeirsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Vinnueftirlitsins, sagði fundinn hafa verið afar gagnlegan. "Það varð í raun ekki komist að neinni niðurstöðu heldur málið reyfað frá öllum hliðum. Í ljós kom að tiltölulega fá fyrirtæki hér hafa skýrar reglur um þessi mál ólíkt því sem gerist til að mynda í Bandaríkjunum eða Evrópu. Við sjáum reyndar vísi að þessu hjá þeim stórfyrirtækjum sem eru að hefja starfsemi á Íslandi eins og Bechtel sem byggir álverið á Reyðarfirði. Þar er allt í föstum skorðum og starfsmönnum strax gert ljóst hvað er heimilt og hvað ekki."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×