Innlent

Grænn flekkur í Eyjafirði

Margir Akureyringar ráku upp stór augu í dag þegar ljósgrænn flekkur sást breiða úr sér í sjónum langt út eftir Eyjafirði. Töldu sumir að mengunarslys hefði orðið en svo reyndist ekki vera, heldur var það heilbrigðiseftirlit Norðurlands sem setti litarefni út í gegnum skólpkerfið til að fylgjast með dreifingunni. Efnið er því algerlega skaðlaust. Að sögn Alfreðs Sciöth, heilbrigðisfulltrúa á Akureyri, verður natríumflúorsín, sem er efnið sem notað var, eins og flúorljómandi þegar sólin skín á það og það er því venju fremur áberandi á haffletinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×