Innlent

Höfuðborgarsvæðið rafmagnslaust

Stærstur hluti höfuðborgarsvæðisins varð rafmagnslaus í nokkrar mínútur á tólfta tímanum þegar einni aðflutningsleið Landsvirkjunar til borgarinnar sló út. Við það urðu níu af tólf aðveitustöðvum Orkuveitu Reykjavíkur spennulausar. Rafmagnslaust varð í um þrem fjórðu hluta höfuðborgarsvæðisins, Reykjavík nema miðbærinn, Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Það tókst að koma rafmagni á eftir skamma stund, eða eftir fjórar mínútur. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað olli rafmagnsleysinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×