Innlent

Jarðvatn flæddi inn hjá Marel

Minnstu munaði að verulegt tjón hlytist af þegar jarðvatn fór að flæða inn í kjallarageymslu í húsi Marels við Molduhraun í Garðabæ í nótt. Þegar slökkviliðið var kallað á vettvang var þriggja sentímetra djúpt vatn á þúsund fermetra stóru gólfinu en svo vel vildi til að allt sem geymt var í kjallaranum var á vörubrettum og vatnið náði ekki upp á þau. Slökkviliðsmenn voru í þrjár klukkusutndir að dæla mesta vatninu út og nú er verið að fínhreinsa og þurrka húsnaæðið. Engar drenlagnir eru í þessu hverfi og á hraunið að taka við vatninu en gerir það greinilega ekki. Engar skólplagnir eru heldur í þessu nýja iðnaðar- og viðskiptahverfi heldur er notast við rotþrær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×