Innlent

Ökumaður bifhjóls slasaðist

MYND/Vísir
Ökumaður bifhjóls slasaðist í Keflavík á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar hann skall í götuna við það að koma í veg fyrir árekstur við bíl. Hann slasaðist ekki alvarlega en var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðrunesja til aðhlynningar og rannsóknar. Hann nauðhemlaði þegar bíl var ekið inn á aðalbraut í veg fyrir hann. Ökumaður bílsins kveðst ekki hafa séð til hjólsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×