Innlent

Umferð aukist um 93%

Umferð um Ísafjarðardjúp hefur aukist um 93% á sex árum sem er mun meira en spár gerðu ráð fyrir, eftir því sem segir á vef Bæjarins besta. Umferðarslysum hefur fjölgað hlutfallslega meira á Vestfjörðum en annars staðar á landinu og segir Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, að aukinni umferð um vonda vegi sé helst um að kenna. Mörgum bregði við að þurfa skyndilega að aka á einbreiðum malarvegum við misjafnar aðstæður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×