Innlent

Óttast loftslagsbreytingar

Þrír fjórðu hlutar Íslendinga óttast loftslangsbreytingar í heiminum vegna gróðurhúsaáhrifa, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands í mars. Tæp 36 prósent hefur miklar áhyggjur og um 40 prósent nokkrar. Tæp 17 prósent hafa litlar áhyggjur og tæp átta engar. Mun hærra hlutfall kvenna en karla hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum og sömuleiðis er marktækur munur milli aldurshópa en fólk á aldrinum 16-24 ára hafði minnstar áhyggjur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×