Innlent

Aldrei fleiri fermingabörn

Í ár fermast 93 börn borgaralegri fermingu og hefur fermingahópurinn aldrei verið fjölmennari, samkvæmt upplýsingum frá Siðmennt. Fermingin fer fram næstkomandi sunnudag í stærsta sal Háskólabíós. Borgaraleg ferming hóf göngu sína á Íslandi árið 1989 og á síðastliðnum 17 árum hafa 755 börn tekið þátt í undirbúningsnámskeiði Siðmenntar. Um 9000 manns hafa sótt lokaathafnir á þessum tíma en athöfnin er haldin að námskeiði loknu og taka fermingabörn virkan þátt í henni með tónlistarflutningi, ljóðalestri og ávörpum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×