Akureyrarbær kaupi í Símanum 13. apríl 2005 00:01 "Ég vil ólmur að Síminn komist á sem flestra hendur og vil því að bæjarfélagið verði samnefnari fyrir íbúana og kannski fleiri fjárfesta," segir Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L listans, lista fólksins á Akureyri. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku viðraði Oddur Helgi þá skoðun sína að bærinn tæki þátt í kaupum á Símanum en hlaut dræmar undirtektir annarra bæjarráðsmanna. "Þeir héldu að ég væri að grínast," segir hann og áréttar að svo sé ekki. "Mér er full alvara og er svo sannarlega að meina þetta." Oddur Helgi óttast ekki að nýir eigendur Símans skerði þjónustuna við Akureyringa. Bærinn sé það stór markaður að ólíklegt verði að telja að þjónusta við bæjarbúa og nágranna borgi sig ekki. Önnur sjónarmið ráða afstöðu bæjarfulltrúans: "Mér leiðist þessi gengdarlausa tilfærsla sameiginlegra sjóða landsmanna á fárra hendur og það er upphafið að þessu." Eftir að hafa hlotið bágt fyrir á bæjarráðsfundinum í síðustu viku byrgði Oddur Helgi hugmynd sína innra með sér en eftir að Agnes Bragadóttir blaðamaður á Morgunblaðinu kom fram með hugmynd sína um sameiginlegt tilboð almennings í Símann ákvað hann að opna sig. "Málið er komið á skrið og ég held að það sé vakning í samfélaginu gegn þeim vinnubrögðum sem hafa tíðkast, fólki ofbýður Halldór og Davíð." Oddur Helgi segist þeirrar skoðunar að aðferðin við sölu Símanns sé slæm. Heldur hefði átt að fara sömu leið og þegar Búnaðarbankinn var seldur en þá gafst almenningi kostur á að kaupa í upphafi. "Fyrst það verður ekki ofan á vil ég að Akureyrarbær taki þátt og fái menn saman að borðinu." Bæjarfulltrúinn segir það vissulega rétt að Akureyrarbær eigi ekki að vera umsvifamikill á hlutabréfamarkaði en bendir á ákveðin fordæmi. "Við reyndum að fá Rarik noður og sameina félagið Norðurorku með hagsmuni bæjarbúa í huga. Nú spyr ég; hver er munurinn á Símanum og Rarik? Við erum að berjast um störf og þjónustu og ég lít svo á að það sé hagsmunagæsla fyrir Akureyringa að taka þátt í þessum slag." Fréttir Innlent Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
"Ég vil ólmur að Síminn komist á sem flestra hendur og vil því að bæjarfélagið verði samnefnari fyrir íbúana og kannski fleiri fjárfesta," segir Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L listans, lista fólksins á Akureyri. Á bæjarráðsfundi í síðustu viku viðraði Oddur Helgi þá skoðun sína að bærinn tæki þátt í kaupum á Símanum en hlaut dræmar undirtektir annarra bæjarráðsmanna. "Þeir héldu að ég væri að grínast," segir hann og áréttar að svo sé ekki. "Mér er full alvara og er svo sannarlega að meina þetta." Oddur Helgi óttast ekki að nýir eigendur Símans skerði þjónustuna við Akureyringa. Bærinn sé það stór markaður að ólíklegt verði að telja að þjónusta við bæjarbúa og nágranna borgi sig ekki. Önnur sjónarmið ráða afstöðu bæjarfulltrúans: "Mér leiðist þessi gengdarlausa tilfærsla sameiginlegra sjóða landsmanna á fárra hendur og það er upphafið að þessu." Eftir að hafa hlotið bágt fyrir á bæjarráðsfundinum í síðustu viku byrgði Oddur Helgi hugmynd sína innra með sér en eftir að Agnes Bragadóttir blaðamaður á Morgunblaðinu kom fram með hugmynd sína um sameiginlegt tilboð almennings í Símann ákvað hann að opna sig. "Málið er komið á skrið og ég held að það sé vakning í samfélaginu gegn þeim vinnubrögðum sem hafa tíðkast, fólki ofbýður Halldór og Davíð." Oddur Helgi segist þeirrar skoðunar að aðferðin við sölu Símanns sé slæm. Heldur hefði átt að fara sömu leið og þegar Búnaðarbankinn var seldur en þá gafst almenningi kostur á að kaupa í upphafi. "Fyrst það verður ekki ofan á vil ég að Akureyrarbær taki þátt og fái menn saman að borðinu." Bæjarfulltrúinn segir það vissulega rétt að Akureyrarbær eigi ekki að vera umsvifamikill á hlutabréfamarkaði en bendir á ákveðin fordæmi. "Við reyndum að fá Rarik noður og sameina félagið Norðurorku með hagsmuni bæjarbúa í huga. Nú spyr ég; hver er munurinn á Símanum og Rarik? Við erum að berjast um störf og þjónustu og ég lít svo á að það sé hagsmunagæsla fyrir Akureyringa að taka þátt í þessum slag."
Fréttir Innlent Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira