Innlent

Rúmlega 40 án ríkisfangs

Þessar upplýsingar fengust á Hagstofu Íslands. Guðni Baldursson hjá Þjóðskrá Hagstofunnar sagði, að á munurinn á þessu tvennu væri sá, að á utangarðsskránni væri fólk sem væri hér til bráðabirgða, en hefði ekki dvalarleyfi. Í sumum tilvikum væru menn að bíða eftir því að komast inn á þjóðskrá. Þetta fólk væri án ríkisfangs í öðrum löndum. Hinir fyrrnefndu hefðu landvistarleyfi og öll önnur leyfi í lagi. Ekkert hefur gerst í málefnum Aslans Gilaevs, mannsins sem kom skilríkjalaus hingað fyrir um það bil fimm árum og Fréttablaðið ræddi við fyrir skömmu. Dvalarleyfi hans, sem er til bráðabirgða, rennur út 1. ágúst. Alþjóðadeild lögreglunnar hefur grafist fyrir um uppruna mannsins en hefur ekki fundið neitt ennþá sem bendir til þess hvaðan hann hafi komið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×