Innlent

Ættum að biðjast afsökunar

Hann segir að íslenska þjóðin þurfi samt ekki að hafa sektartilfinningu yfir þessu atburðum en finnst hjákátlegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki íhugað afsökunarbeiðni fyrst hinn nýlátni páfi taldi sér skylt að biðja Gyðinga opinberlega afsökunar á misgjörðum kirkjunnar í garð Gyðinga í 2000 ár. Þór Whitehead sagnfræðingi sem rannsakað hefur þennan þátt í sögu Íslands hvað best finnst aftur á móti aðalatriðið að menn reyni að læra af sögunni frekar en að biðjast afsökunar á því sem gert var. "Athafnir eru mikilvægari en orð, það er ljóst að afsökunarbeiðni gerir ekkert til að bæta fyrir gjörðir manna frá fyrri tíð", segir Þór. Hann segir mörg opinber skjöl sýna það ótvírætt að meginregla íslenskra stjórnvalda á þessum tíma var að hindra aðflutning útlendinga til landsins. Sérstaklega átti þetta við um Gyðinga og var hundruðum þeirra neitað um landvistarleyfi hérlendis á fjórða áratug síðustu aldar og forsendurnar voru fyrst og fremst þær að þetta fólk tæki vinnu frá Íslendingum og myndi aukinheldur spilla menningu okkar og kynstofni. "Niðurstaðan er sú að Íslendingar hafi gengið harðar fram gegn Gyðingum en nágrannaþjóðir okkar á þessum árum", segir Þór. Hann segir að við verðum þó að skoða þessi mál í ljósi tímans og átta okkur á því að þær ákvarðanir sem íslensk stjórnvöld tóku á þessum tíma megi ekki skoða sem dæmi um mannvonsku. Þær hafi verið teknar af bestu vitund með hag þjóðarinnar fyrir brjósti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×