Innlent

Mikill áhugi á bréfum í Símanum

MYND/Páll Bergmann
Mikill áhugi virðist vera hjá almenningi fyrir kaupum á hlutabréfum í Landssímanum, en opnað hefur verið fyrir skráningu til kaupa á hlutabréfum í félaginu á síðunni www.xbokhald.is/landssiminn. Í tilkynningu frá Logiledger á Íslandi, sem stendur fyrir skráningunni, segir að á fyrsta hálftímanum hafi fleiri tugir aðilar skráð sig fyrir yfir 50 milljónir króna og ef fram haldi sem horfi geti talan margfaldast á næstu dögum. Náist að fá skráningar að andvirði milljarðs eða meira sé komin grundvöllur að hlutafélagi á vegum almennings sem bjóða muni í hlutafé Landssímans. Ætlunin er að afhenda upplýsingar um skráningu til sérstaks hlutafélags sem stofnað verður einvörðungu til að kaupa hlutafé í Landssímanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×