Erlent

Tveir látnir í tilræði í Kaíró

Karl og kona létust og að minnsta kosti sjö aðrir særðust þegar maður á vélhjóli kastaði sprengju inn í hóp fólks sem var að skoða fornminjar í Karíó í Egyptalandi í dag. Annar hinna látnu var Frakki en ekki er vitað hverrar þjóðar konan var sem lést. Þá er ekki ljóst hvers vegna maðurinn framdi ódæðið en ráðist hefur verið á vestræna ferðamenn í landinu í hefndarskyni fyrir afstöðu sumra vesturvelda til málefna Íraks og Palestínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×