Sport

Robben frá í mánuð

Hollenski vængmaðurinn hjá Chelsea, hinn 21-árs gamli Arjen Robben, gæti verið frá í fjórar vikur, ekki bara tvær, samkvæmt föður hans. Robben meiddist í landsleik á laugardaginn í 2-0 sigri Hollendinga á Rúmennum og samkvæmt fyrstu fréttum var talið að hann  yrði frá í tvær vikur, en nú virðist annað vera uppi á teningnum. Robben mun þá væntanlega missa af báðum leikjunum í Meistaradeildinni gegn Bayern Munchen og jafnvel líka af undanúrslitunum, komist Chelsea þangað, en þar myndu þeir mæta sigurvegaranum úr viðureign Liverpool og Juventus.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×