Sport

Lýkur Henry ferlinum hjá Arsenal?

Thierry Henry vill ljúka ferli sínum með Arsenal. Þessi snjalli framherji lét þetta eftir sig hafa í viðtali fyrir skömmu. "Ef forráðamenn Arsenal vilja hafa mig áfram þá er ég meira en tilbúinn að enda feril minn hér. Ég á enska fjölskyldu og líður vel í London," sagði Henry sem telur sig eiga 5 til 6 góð tímabil eftir í pokahorninu. "Eftir að ferli mínum lýkur mun ég eflaust lifa áfram í knattspyrnuheiminum og ég myndi vilja beita mér í baráttunni gegn kynþáttahatri," bætti Henry við sem gerðist nýlega fulltrúi FIFA í þeim efnum og er hans heitasta ósk að kynþáttahatur í knattspyrnu heyri brátt sögunni til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×