Sport

Miklar framfarir hjá Englandi

Sven-Göran Eriksson segir að enska landsliðið í knattspyrnu hafi sýnt miklar framfarir á þeim tíma sem hann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu. Leikur Englendinga gegn N-Írum í undankeppni HM í dag er sá fimmtugasti sem Eriksson stjórnar. "Hópurinn er miklu betri en sá sem við höfðum fyrir fjórum árum síðan. Ef við náum að komast í lokakeppnina er ég vissu um að við munum gera góða hluti þar því að hópurinn býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir að flestir leikmannana séu ekki það gamlir," segir Eriksson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×