Sport

Styles gerði rétt að reka mig útaf

Milan Baros, sóknarmaður Liverpool, viðurkenndi í dag að það hafi verið rétt hjá Rob Styles dómara að reka sig útaf í nágranaslagnum gegn Everton á sunnudaginn en Baros braut þá illa á Alan Stubbs og fékk fyrir vikið beint rautt spjald. Baros mun nú fara í þriggja leikja bann og missir af leikjunum gegn Bolton, Man City og Tottenham. Baros viðurkennir að tæklingin hafi verið óafsakanleg en sagðist þó ekki hafa áttað sig á því hversu alvarleg hún var fyrr en hann sá hana í sjónvarpinu síðar um kvöldið. "Ég hélt ég myndi bara fá gula spjaldið en þegar ég sá dómarann taka sprettinn til mín vissi ég að hann ætlaði að reka mig útaf," sagið Baros. "Síðar um kvöldið, þegar ég var kominn heim, sá ég atvikið í sjónvarpinu og áttaði mig á hversu slæm tæklingin var. Ég átti rauða spjaldið fyllilega skilið." Og Baros hélt áfram: "Þetta var mjög slæm tækling og mér líður mjög illa yfir þessu. Ég fór of harkalega í tæklinguna og mig langar til að biðjast afsökunar á því. Ég frétti að Stubbs hefði verið að leita af mér eftir leikinn, en ég valdi að vera inní búningsklefa aðeins lengur. Ég gerði það þrátt fyrir að ég haldi að hann hafi nú bara viljað spjalla en ekki ráðast á mig vegna tæklingarinnar. Ég hefði beðið hann strax afsökunar ef hann hefði meiðst en sem betur fer var hann kominn á lappir nánast strax aftur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×