Sport

Johnson ekki með Englendingum

Andrew Johnson, framherji Crystal Palace, þurfti í dag að draga sig út úr enska landsliðshópnum. Johnson fór í myndatöku í dag og þurfti í kjölfarið að draga sig út úr hópnum, en David Beckham, sem einnig fór í myndatöku, var talinn leikfær. Steven Gerrard, Stewart Downing, Jamie Carragher og Emile Heskey misstu allir af æfingu í dag en munu líklega æfa á morgun. Ekki er talið líklegt að Sven Goran Eriksson kalli mann inn fyrir Johnson þrátt fyrir að hafa ekki valið Alan Smith upphaflega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×