Sport

Danska meistaramótið í sundi

Sundsamband Íslands sendi 24 manna unglingalandsliðshóp á danska meistaramótið í sundi sem fram fer í Óðinsvéum í Danmörku þessa dagana. Átta íslenskir sundmenn kepptu í undanrásum í morgun og náði Jóhanna Gerða Gústafsdóttir hvað bestum árangri þegar hún synti á 3. besta tíma í sinni grein og komst í undanúrslit.  Sigrún Brá Sverrisdóttir og Birkir Már Jónsson eru einnig komin í undanúrslitin í sínum greinum og einnig voru nokkrir íslensku keppendanna að bæta sinn besta tíma í dag. Nánar verður greint frá gengi íslensku keppendanna þegar líður á mótið, en undanúrslitin hefjast klukkan 17 í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×