Sport

Hroki í Ferrari-liðinu

Ralf Schumacher, bróðir Michael Schumacher hjá Ferrari, hefur sagt að honum þyki það hroki í Ferrari liðinu að koma til keppni í Formúluni í ár á bílnum frá í fyrra. Liði Ferrari hefur gengið illa framan af ári og nú er engu líkara en að liðið hafi tekið gagnrýni Schumachers til greina, því liðið hefur ákveðið að flýta komu nýja bílsins og svo gæti farið að þeir keppi á honum í næstu keppni. Michael Schumacher mun í vikunni reynsluaka nýja bílnum með það fyrir augum að geta tekið hann í gagnið sem fyrst, en til stóð að kynna hann ekki til sögunnar fyrr en í fimmtu keppni ársins. Lið Renault hefur þegar náð 26 stiga forystu í keppni bílasmiða og ekki laust við að titrings gæti í herbúðum Ferrari, sem hafa verið einráðir í keppni bílasmiða undanfarin ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×