Sport

Tryggvi kominn heim

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, er kominn aftur heim og farinn að æfa með liði sínu eftir að hafa verið í láni hjá Stoke City í nokkrar vikur. Tryggvi fékk lítið að spreyta sig hjá Stoke og lék aðeins nokkra leiki með varaliði félagsins.  Nú er kappinn kominn aftur heim til Íslands og farinn að æfa með FH-ingum, en hann gekk sem kunnugt er til liðs við Hafnfirðinga skömmu eftir áramótin og kemur til með að styrkja liðið verulega í baráttunni í sumar. Tryggvi lék síðast á Íslandi árið 1997 og varð þá markakóngur í efstu deild, þegar hann lék með Eyjamönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×