NBA í nótt 22. mars 2005 00:01 Fimm leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós. San Antonio Spurs töpuðu nokkuð óvænt fyrir New York Knicks 88-75, en Spurs léku án aðalstjörnu sinnar Tim Duncan, sem meiddist í fyrrinótt og verður frá keppni í að minnsta kosti tvær vikur. Stephon Marbury var stigahæstur heimamanna í Knicks með 31 stig og 10 stoðsendingar, en San Antonio liðið skoraði aðeins 28 stig í síðarihálfleik og ljóst að þeir munu sakna Duncan mikið á lokasprettinum í deildinni. Nýliðar Charlotte Bobcats nýttu sér fjarveru Steve Francis hjá Orlando og sigruðu 102-97 í leik liðana. Grant Hill var stigahæstur í liði Orlando með 25 stig, en hjá Bobcats var leikstjórnandinn Brevin Knight atkvæðamestur með 19 stig og átta stoðsendingar. Þetta var 13. sigurleikur Bobcats á leiktíðinni, en margir höfðu spáð því að nýliðarnir myndu ekki ná að vinna 10 leiki á sínu fyrsta ári í deildinni. Chicago vann auðveldan 105-91 sigur á slöku liði Atlanta Hawks, þar sem Eddy Curry sneri aftur í leikmannahóp Bulls eftir að hafa misst úr 3 leiki vegna meiðsla. Curry skoraði 24 stig og var stigahæstur í liði Chicago sem hefur komið liða mest á óvart í vetur og eru í góðri aðstöðu til að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan Michael Jordan hætti að leika með liðinu. Dallas Mavericks unnu auðveldan sigur á liði New Orleans Hornets 103-86, þar sem Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var stigahæstur með 25 stig og 8 fráköst. Dallas hefur nú unnið báða leikina undir stjórn Avery Johnson, sem tók við af Don Nelson sem þjálfari liðsins um helgina. Lið Portland Trailblazers eru í vondum málum þessa dagana og auk þess að vera í vandræðum með meiðsli leikmanna, er liðið nú í mikilli taphrinu. Blazers töpuðu fyrir LA Clippers í nótt 96-89 og hafa nú tapað 9 af síðustu 10 leikjum sínum síðan Maurice Cheeks var sagt upp störfum á dögunum. Liðið hefur líka tapað 16 af síðustu 19 leikjum sínum og stefnir í versta tímabil hjá liðinu síðan það varð NBA meistari fyrir tæpum 30 árum. Körfubolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Fimm leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós. San Antonio Spurs töpuðu nokkuð óvænt fyrir New York Knicks 88-75, en Spurs léku án aðalstjörnu sinnar Tim Duncan, sem meiddist í fyrrinótt og verður frá keppni í að minnsta kosti tvær vikur. Stephon Marbury var stigahæstur heimamanna í Knicks með 31 stig og 10 stoðsendingar, en San Antonio liðið skoraði aðeins 28 stig í síðarihálfleik og ljóst að þeir munu sakna Duncan mikið á lokasprettinum í deildinni. Nýliðar Charlotte Bobcats nýttu sér fjarveru Steve Francis hjá Orlando og sigruðu 102-97 í leik liðana. Grant Hill var stigahæstur í liði Orlando með 25 stig, en hjá Bobcats var leikstjórnandinn Brevin Knight atkvæðamestur með 19 stig og átta stoðsendingar. Þetta var 13. sigurleikur Bobcats á leiktíðinni, en margir höfðu spáð því að nýliðarnir myndu ekki ná að vinna 10 leiki á sínu fyrsta ári í deildinni. Chicago vann auðveldan 105-91 sigur á slöku liði Atlanta Hawks, þar sem Eddy Curry sneri aftur í leikmannahóp Bulls eftir að hafa misst úr 3 leiki vegna meiðsla. Curry skoraði 24 stig og var stigahæstur í liði Chicago sem hefur komið liða mest á óvart í vetur og eru í góðri aðstöðu til að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan Michael Jordan hætti að leika með liðinu. Dallas Mavericks unnu auðveldan sigur á liði New Orleans Hornets 103-86, þar sem Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var stigahæstur með 25 stig og 8 fráköst. Dallas hefur nú unnið báða leikina undir stjórn Avery Johnson, sem tók við af Don Nelson sem þjálfari liðsins um helgina. Lið Portland Trailblazers eru í vondum málum þessa dagana og auk þess að vera í vandræðum með meiðsli leikmanna, er liðið nú í mikilli taphrinu. Blazers töpuðu fyrir LA Clippers í nótt 96-89 og hafa nú tapað 9 af síðustu 10 leikjum sínum síðan Maurice Cheeks var sagt upp störfum á dögunum. Liðið hefur líka tapað 16 af síðustu 19 leikjum sínum og stefnir í versta tímabil hjá liðinu síðan það varð NBA meistari fyrir tæpum 30 árum.
Körfubolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti