Sport

Singh aftur í toppsætið

Fijibúinn Vijay Singh endurheimti toppsæti heimslistans í golfi í gær þó svo að hann hafi ekki borið sigur úr býtum á Bay Hill mótinu í Flórida. Singh var í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Bandaríkjamanninum Kenny Perry. Tiger Woods, sem sat í toppsæti heimslistans fyrir mótið, endaði í sjötta sæti.   "Ég þakka Vijay kærlega fyrir að afhenda mér sigurinn á mótinu," sagði Perry. "Hann er óttalaus golfari sem leikur af mikilli hörku. Það kom því á óvart þegar hann klikkaði."   Singh sagði vindhviðu haft mikið að segja og þá var kylfuval hans slakt. "Ég var að reyna að vinna, ég tók bara vitlausa kylfu. Vindáttin breyttist líka og ég hefði eflaust notað aðra kylfu og spilað af meiri varkárni ef ég hefði vitað að Kenny gerði mistök. En svoleiðis spila ég ekki golf. Ég sæki alltaf að holunni og það var engin breyting þar á í dag," sagði Singh.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×