Hrósar ekki sigri vegna dóms 18. mars 2005 00:01 Íslenskur friðargæsluliði sem særðist í sjálfsmorðsárásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í Afganistan segist ekki hrósa sigri vegna dóms yfir þeim fjórum mönnum sem skipulögðu árásina. Mennirnir hlutu allir dauðadóm. Sérstakur öryggisdómstóll í Kabúl dæmdi í vikunni fjóra menn til dauða fyrir að hafa skipulagt tvær árásir. Eina sem varð bandarískum hermanni að bana og síðan sjálfsmorðsárás 23. október á síðasta ári í Kjúklingastræti, einni aðalverslunargötunni í Kabúl. Tveir dóu auk árásarmannsins, bandarísk kona á þrítugsaldri og 13 ára afgönsk stúlka, og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust, þeir Stefán Gunnarsson, Steinar Örn Magnússon og Sverrir Haukur Grönli, sem voru staddir með tveimur öðrum Íslendingum í teppakaupaleiðangri fyrir yfirmann sinn, Hallgrím Sigurðsson. Sverrir Haukur segir að þessi dauðadómur hreyfi ekki mikið við sér. Hann hafi aldrei persónugert árásina og hatist ekki út í einn né neinn. Hann sé sigri hrósandi yfir því að mennirinir hafi fengið réttmæta meðferð. Hann ætli ekki segja hvort það sé rétt eða rangt að dæma þá til dauða. Réttarkerfið og menningin í Afganistan sé bara þannig. Því meira sem hann hafi reynt að kynna sér Afgana því minna hafi hann skilið í menningu þeirra. Þetta séu alls ekki fordómar en Ísland og Afgansitan sé bara gjörólíkir menningarheimar. Árásarmaðurinn hét Mohammed Akbar og samkvæmt dómskjölum tók hann að sér að fremja þessa árás eftir að annar maður sem upphaflega hafði verið valinn til verksins neitaði. Akbar klæddi sig eins og betlari, batt sex handsprengjur um sig miðjan og náði að sprengja þrjár þeirra. Sverrir Haukur segir um þessar upplýsingar að enn og aftur hugsi hann um hversu heppnir Íslendingarnir séu að vera á lífi. Þeir fjórir sem nú hafa verið dæmdir til dauða fyrir verknaðinn eru taldir hafa tengsl bæði við fyrrverandi talibanastjórn Afganistans sem og al-Qaida hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Enn er þó óljóst hvort þeir störfuðu sjálfstætt eða tóku við skipunum frá einhverjum öðrum. Þrír þessara manna eru Afganar en einn, maður að nafni Haidar, kemur frá Tadsjikistan og er talinn vera höfuðpaurinn. Mennirnir geta áfrýjað dómnum. Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Íslenskur friðargæsluliði sem særðist í sjálfsmorðsárásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í Afganistan segist ekki hrósa sigri vegna dóms yfir þeim fjórum mönnum sem skipulögðu árásina. Mennirnir hlutu allir dauðadóm. Sérstakur öryggisdómstóll í Kabúl dæmdi í vikunni fjóra menn til dauða fyrir að hafa skipulagt tvær árásir. Eina sem varð bandarískum hermanni að bana og síðan sjálfsmorðsárás 23. október á síðasta ári í Kjúklingastræti, einni aðalverslunargötunni í Kabúl. Tveir dóu auk árásarmannsins, bandarísk kona á þrítugsaldri og 13 ára afgönsk stúlka, og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust, þeir Stefán Gunnarsson, Steinar Örn Magnússon og Sverrir Haukur Grönli, sem voru staddir með tveimur öðrum Íslendingum í teppakaupaleiðangri fyrir yfirmann sinn, Hallgrím Sigurðsson. Sverrir Haukur segir að þessi dauðadómur hreyfi ekki mikið við sér. Hann hafi aldrei persónugert árásina og hatist ekki út í einn né neinn. Hann sé sigri hrósandi yfir því að mennirinir hafi fengið réttmæta meðferð. Hann ætli ekki segja hvort það sé rétt eða rangt að dæma þá til dauða. Réttarkerfið og menningin í Afganistan sé bara þannig. Því meira sem hann hafi reynt að kynna sér Afgana því minna hafi hann skilið í menningu þeirra. Þetta séu alls ekki fordómar en Ísland og Afgansitan sé bara gjörólíkir menningarheimar. Árásarmaðurinn hét Mohammed Akbar og samkvæmt dómskjölum tók hann að sér að fremja þessa árás eftir að annar maður sem upphaflega hafði verið valinn til verksins neitaði. Akbar klæddi sig eins og betlari, batt sex handsprengjur um sig miðjan og náði að sprengja þrjár þeirra. Sverrir Haukur segir um þessar upplýsingar að enn og aftur hugsi hann um hversu heppnir Íslendingarnir séu að vera á lífi. Þeir fjórir sem nú hafa verið dæmdir til dauða fyrir verknaðinn eru taldir hafa tengsl bæði við fyrrverandi talibanastjórn Afganistans sem og al-Qaida hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Enn er þó óljóst hvort þeir störfuðu sjálfstætt eða tóku við skipunum frá einhverjum öðrum. Þrír þessara manna eru Afganar en einn, maður að nafni Haidar, kemur frá Tadsjikistan og er talinn vera höfuðpaurinn. Mennirnir geta áfrýjað dómnum.
Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent