Hrósar ekki sigri vegna dóms 18. mars 2005 00:01 Íslenskur friðargæsluliði sem særðist í sjálfsmorðsárásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í Afganistan segist ekki hrósa sigri vegna dóms yfir þeim fjórum mönnum sem skipulögðu árásina. Mennirnir hlutu allir dauðadóm. Sérstakur öryggisdómstóll í Kabúl dæmdi í vikunni fjóra menn til dauða fyrir að hafa skipulagt tvær árásir. Eina sem varð bandarískum hermanni að bana og síðan sjálfsmorðsárás 23. október á síðasta ári í Kjúklingastræti, einni aðalverslunargötunni í Kabúl. Tveir dóu auk árásarmannsins, bandarísk kona á þrítugsaldri og 13 ára afgönsk stúlka, og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust, þeir Stefán Gunnarsson, Steinar Örn Magnússon og Sverrir Haukur Grönli, sem voru staddir með tveimur öðrum Íslendingum í teppakaupaleiðangri fyrir yfirmann sinn, Hallgrím Sigurðsson. Sverrir Haukur segir að þessi dauðadómur hreyfi ekki mikið við sér. Hann hafi aldrei persónugert árásina og hatist ekki út í einn né neinn. Hann sé sigri hrósandi yfir því að mennirinir hafi fengið réttmæta meðferð. Hann ætli ekki segja hvort það sé rétt eða rangt að dæma þá til dauða. Réttarkerfið og menningin í Afganistan sé bara þannig. Því meira sem hann hafi reynt að kynna sér Afgana því minna hafi hann skilið í menningu þeirra. Þetta séu alls ekki fordómar en Ísland og Afgansitan sé bara gjörólíkir menningarheimar. Árásarmaðurinn hét Mohammed Akbar og samkvæmt dómskjölum tók hann að sér að fremja þessa árás eftir að annar maður sem upphaflega hafði verið valinn til verksins neitaði. Akbar klæddi sig eins og betlari, batt sex handsprengjur um sig miðjan og náði að sprengja þrjár þeirra. Sverrir Haukur segir um þessar upplýsingar að enn og aftur hugsi hann um hversu heppnir Íslendingarnir séu að vera á lífi. Þeir fjórir sem nú hafa verið dæmdir til dauða fyrir verknaðinn eru taldir hafa tengsl bæði við fyrrverandi talibanastjórn Afganistans sem og al-Qaida hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Enn er þó óljóst hvort þeir störfuðu sjálfstætt eða tóku við skipunum frá einhverjum öðrum. Þrír þessara manna eru Afganar en einn, maður að nafni Haidar, kemur frá Tadsjikistan og er talinn vera höfuðpaurinn. Mennirnir geta áfrýjað dómnum. Fréttir Innlent Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Íslenskur friðargæsluliði sem særðist í sjálfsmorðsárásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í Afganistan segist ekki hrósa sigri vegna dóms yfir þeim fjórum mönnum sem skipulögðu árásina. Mennirnir hlutu allir dauðadóm. Sérstakur öryggisdómstóll í Kabúl dæmdi í vikunni fjóra menn til dauða fyrir að hafa skipulagt tvær árásir. Eina sem varð bandarískum hermanni að bana og síðan sjálfsmorðsárás 23. október á síðasta ári í Kjúklingastræti, einni aðalverslunargötunni í Kabúl. Tveir dóu auk árásarmannsins, bandarísk kona á þrítugsaldri og 13 ára afgönsk stúlka, og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust, þeir Stefán Gunnarsson, Steinar Örn Magnússon og Sverrir Haukur Grönli, sem voru staddir með tveimur öðrum Íslendingum í teppakaupaleiðangri fyrir yfirmann sinn, Hallgrím Sigurðsson. Sverrir Haukur segir að þessi dauðadómur hreyfi ekki mikið við sér. Hann hafi aldrei persónugert árásina og hatist ekki út í einn né neinn. Hann sé sigri hrósandi yfir því að mennirinir hafi fengið réttmæta meðferð. Hann ætli ekki segja hvort það sé rétt eða rangt að dæma þá til dauða. Réttarkerfið og menningin í Afganistan sé bara þannig. Því meira sem hann hafi reynt að kynna sér Afgana því minna hafi hann skilið í menningu þeirra. Þetta séu alls ekki fordómar en Ísland og Afgansitan sé bara gjörólíkir menningarheimar. Árásarmaðurinn hét Mohammed Akbar og samkvæmt dómskjölum tók hann að sér að fremja þessa árás eftir að annar maður sem upphaflega hafði verið valinn til verksins neitaði. Akbar klæddi sig eins og betlari, batt sex handsprengjur um sig miðjan og náði að sprengja þrjár þeirra. Sverrir Haukur segir um þessar upplýsingar að enn og aftur hugsi hann um hversu heppnir Íslendingarnir séu að vera á lífi. Þeir fjórir sem nú hafa verið dæmdir til dauða fyrir verknaðinn eru taldir hafa tengsl bæði við fyrrverandi talibanastjórn Afganistans sem og al-Qaida hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Enn er þó óljóst hvort þeir störfuðu sjálfstætt eða tóku við skipunum frá einhverjum öðrum. Þrír þessara manna eru Afganar en einn, maður að nafni Haidar, kemur frá Tadsjikistan og er talinn vera höfuðpaurinn. Mennirnir geta áfrýjað dómnum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira