Sport

Solskjaer snýr aftur í haust

Ole Gunnar Solskjær, leikmaður Manchester United, er vongóður um að snúa aftur á völlinn í haust. Solskjaer, sem er 32 ára að aldri, hefur ekkert leikið með United í vetur eftir aðgerð á hné. Norðmaðurinn knái fullyrti að endurhæfingin væri á góðri leið. "Ég finn ekkert til þegar ég skokka en hins vegar kemur smávægilegur verkur þegar ég bæti við hraðann," sagði Solskjaer.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×