Lífið

Iron Maiden á Bar 11 í kvöld

Það verður sannkölluð veisla í boði á Bar 11 í kvöld þar sem tónlist Iron Maiden, sem kemur hingað til lands í sumar, verður í hávegum höfð. Inntökuskilyrðið er ósköp einfalt: Menn verða að vera merktir Iron Maiden á einn eða annan hátt. "Þú þarft bara að vera í bol eða nælu. En það er náttúrulega best að vera með húðflúr," sagði Matti, útvarpstjóri X-FM. Að sögn Matta mun staðurinn verða skreyttur með Iron Maiden munum og þá mun hljómsveitin Friskó einnig troða upp. "Svo verður Iron Maiden Pub Quiz og sá sem vinnur fær miða fyrir tvo á A-svæði á Iron Maiden tónleikanna. Svo ætlum við að gefa allar plötur sem Iron Maiden hefur gefið út sem og slatta af bolum." Iron Maiden kvöldið hefst kl. 20:00.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.