Sport

Rafa neitar Real orðrómnum

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool hefur neitað orðrómnum um að hann muni taka við stórliði Real Madrid í sumar. Búist er við því að spænsku risarnir hristi upp í þjálfaraliði sínu í sumar eftir vonbrigði þessa tímabils og líklegt að núverandi stjóri, Brasilíumaðurinn Wanderley Luxemburgo, verði látinn taka pokann sinn. Benitez, sem er í miklum metum á Spáni eftir frábæran árangur með Valencia, er talinn vera á óskalista Real, en hann hefur núna komið fram og sagt að hann ætli ekki að yfirgefa Anfield. "Ég vil taka það fram, svo það sé alveg á hreinu, að ég er ekki að íhuga að yfirgefa Liverpool," sagði Benitez í dag. "Ég er mjög ánægður hjá Liverpool, ég er með langan samning og ég ætla mér að vinna til verðlauna hérna. Ég veit að við þurfum að breyta nokkrum hlutum hér. Mín hugmynd er að vinna til verðlauna á næsta tímabili og á tímabilunum þar á eftir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×