Sport

Ferguson vill halda áfram

Sir Alex Ferguson segist staðráðinn í að halda áfram að stýra liði Manchester United á næstu árum og segir spennandi tíma framundan. "Því skyldi ég hætta núna, liðið okkar er ungt en mjög sterkt og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér", sagði Ferguson í samtali við portúgalskt blað á dögunum.  "Það eru menn í stjórnarstörfum hjá félaginu sem eru á níræðisaldri, svo að ég hlýt að geta haldið áfram að þjálfa þó ég sé 63 ára", sagði Skotinn. Ferguson á rúmt ár eftir af samningi sínum við Manchester United, en síðast þegar hann gerði samning við félagið, ákvað hann að framlengja aðeins til eins árs.  Hann ætlaði upphaflega að hætta að stýra United uppúr aldarmótunum, en kona hans sannfærði hann um að halda áfram í starfi sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×