Mikill uppgangur í Stykkishólmi 15. mars 2005 00:01 Óvenjumikil gróska er í húsbyggingum í Stykkishólmi, svo mikil að elstu menn segjast ekki muna annað eins. Að sögn Óla Jóns Gunnarssonar bæjarstóra eru um fimmtán íbúðir í einbýlis- og ráðhúsum nú í smíðum í Hólminum. Helmingur þeirra rís við Laufásveg skammt frá hjarta bæjarins þar sem elsta byggðin er. Hinn helmingur húsanna rís við tvær nýjar götur í jaðri byggðarinnar, Tjarnarás og Hjallatanga. Þessi framkvæmdagleði í helsta skelveiðibæ landsins kemur nokkuð á óvart í ljósi þess að fyrir tveimur árum voru veiðar á hörpudiski bannaðar á Breiðafirði. Það hljóma því eins og hrein öfugmæli að eftir áfall í atvinnumálum skuli vera fleiri íbúðir í smíðum en elstu menn muna. Óli Jón segir að það hafi verið feiknarlegt áfall þegar skelveiðarnar hafi verið stöðvaðar en hins vegar hafi fyrirtækin í bænum brugðist við af miklum dugnaði og krafti og skapað það mikla atvinnu að atvinnuleysi sé ekkert í bænum. Helsti verktakinn er fyrirtækið Skipavík, einkum þekkt fyrir skipasmíðar, en hefur nú einnig haslað sér völl í húsbyggingum. Sævar Harðarson, framkvæmdastjóri Skipavíkur, segir að í Stykkishólmi virðist það vera þannig, eins og svo oft vill verða, að þegar eitthvað falli niður komi aðrar hugmyndir upp og menn bíti í skjaldarrendur og haldi áfram. Hann eigi von á því að Skipavík byggi 40-50 íbúðir á næstu fimm til sex árum í Stykkishólmi. Fleira er byggt en íbúðarhús. Framkvæmdir eru að hefjast við stækkun hótelsins þar sem á að bæta á við 45 herbergjum. Þá er Skipavík að byggja upp hverfi orlofshúsa við Arnarvog skammt utan Stykkishólms sem bæði starfsmannafélög og einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að kaupa. Aðspurður hvað menn sjái við Stykkishólm segir Sævar að menn þurfi aðeins að líta í kringum sig til að sjá það, umhverfið sé fagurt og öll þjónusta sé á svæðinu. Þetta sé staðurinn í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Óvenjumikil gróska er í húsbyggingum í Stykkishólmi, svo mikil að elstu menn segjast ekki muna annað eins. Að sögn Óla Jóns Gunnarssonar bæjarstóra eru um fimmtán íbúðir í einbýlis- og ráðhúsum nú í smíðum í Hólminum. Helmingur þeirra rís við Laufásveg skammt frá hjarta bæjarins þar sem elsta byggðin er. Hinn helmingur húsanna rís við tvær nýjar götur í jaðri byggðarinnar, Tjarnarás og Hjallatanga. Þessi framkvæmdagleði í helsta skelveiðibæ landsins kemur nokkuð á óvart í ljósi þess að fyrir tveimur árum voru veiðar á hörpudiski bannaðar á Breiðafirði. Það hljóma því eins og hrein öfugmæli að eftir áfall í atvinnumálum skuli vera fleiri íbúðir í smíðum en elstu menn muna. Óli Jón segir að það hafi verið feiknarlegt áfall þegar skelveiðarnar hafi verið stöðvaðar en hins vegar hafi fyrirtækin í bænum brugðist við af miklum dugnaði og krafti og skapað það mikla atvinnu að atvinnuleysi sé ekkert í bænum. Helsti verktakinn er fyrirtækið Skipavík, einkum þekkt fyrir skipasmíðar, en hefur nú einnig haslað sér völl í húsbyggingum. Sævar Harðarson, framkvæmdastjóri Skipavíkur, segir að í Stykkishólmi virðist það vera þannig, eins og svo oft vill verða, að þegar eitthvað falli niður komi aðrar hugmyndir upp og menn bíti í skjaldarrendur og haldi áfram. Hann eigi von á því að Skipavík byggi 40-50 íbúðir á næstu fimm til sex árum í Stykkishólmi. Fleira er byggt en íbúðarhús. Framkvæmdir eru að hefjast við stækkun hótelsins þar sem á að bæta á við 45 herbergjum. Þá er Skipavík að byggja upp hverfi orlofshúsa við Arnarvog skammt utan Stykkishólms sem bæði starfsmannafélög og einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að kaupa. Aðspurður hvað menn sjái við Stykkishólm segir Sævar að menn þurfi aðeins að líta í kringum sig til að sjá það, umhverfið sé fagurt og öll þjónusta sé á svæðinu. Þetta sé staðurinn í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira