Erlent

Þýsk stúlka innilokuð í fimm ár

Fjölmenni var við útför sjö ára stúlku sem borin var til grafar í Þýskalandi í dag en foreldrar hennar höfðu haldið henni innilokaðri í fimm ár, þar til hún lést úr hungri. Stúlkan, sem hét Jessica, var tæp tíu kíló þegar læknir fann hana látna í íbúð foreldra hennar í Hamborg. Stúlkan virðist hafa verið lokuð í dimmu óhituðu herbergi frá um tveggja ára aldri. Í maga hennar fundust leifar af teppi og hárflókar sem hún gæti hafa látið ofan í sig til að seðja hungrið. Foreldrar stúlkunnar hafa verið ákærðir fyrir manndráp. Lögregla segir að móðir stúlkunnar hafi við yfirheyrslur ekki sýnt að henni hafi fundist eitthvað athugavert við meðferðina á barninu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×