Sport

Allardyce stefnir á Evrópukeppnina

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, ætlar sér að koma liðinu í UEFA-bikarkeppnina en Bolton hefur aldrei náð þeim árangri. "Við eigum góða möguleika á sæti í Evrópukeppni félagsliða og stefnum að sjálfsögðu á það," sagði Allardyce og bætti því við að liðið hefði ekki búist við að ná svo góðri siglingu eftir sex tapleiki í röð. "Ég má til með að hrósa El Hadji Diouf en hann er búinn að gera mjög góða hluti."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×