Innlent

Reglurnar endurskoðaðar

Tollstjórinn í Reykjavík, Snorri Olsen, segir að það verði látið óáreitt að stjórnendur fyrirtækja og opinberra stofnana eigi olíuviðskipti erlendis án þess að borga opinber gjöld meðan olíunni er ekki dælt milli skipa eða í land. Verði mikil tilhneiging í að kaupa skipagasolíu erlendis geti komið til endurskoðunar. "Það getur auðvitað gerst að menn telji nauðsynlegt að breyta reglunum og setja skýrar reglur. Það getur verið að menn verði líka að skoða hvort þetta sé í lagi út frá samkeppnissjónarmiðum," segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×