Sport

Herrakvöld KR í kvöld

Það verður án efa mikið um dýrðir í KR-heimilinu í kvöld þegar Herrakvöld félagsins, í umsjón meistaraflokks karla í knattspyrnu, verður haldið. Verður húsið opnað klukkan 19 en borðhald hefst klukkustund síðar. Boðið verður upp á fjölmörg skemmtiatriði og mun Jóhannes Kristjánsson eftirherma meðal annars stíga á stokk. Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns mun síðan spila fyrir gesti fram eftir nóttu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×