Sport

Leik Króata frestað

Búið er að fresta vináttuleik Austurríkismanna og Króata í knattspyrnu sem vera átti í Vínarborg í kvöld vegna mikillar frosthörku. Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson héldu utan í morgun til þess að fylgjast með leiknum en Króatar verða mótherjar Íslendinga í undankeppni heimsmeistaramótsins 26. mars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×