Innlent

Sjö leikarar sögðu upp

Þremur fastráðnum leikurum við Þjóðleikhúsið var sagt upp störfum í gær. Sjö aðrir leikarar höfðu þá sagt störfum sínum lausum að fyrra bragði í kjölfar yfirlýsingar Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóri um að tíu leikurum yrði sagt upp. Tinna segist hafa sent frá sér yfirlýsinguna á föstudag vegna þess að hún hafi þurft að "búa til ákveðið óvissuástand, ákveðna knýjandi þörf" til að þrýsta á fastráðna leikara að hugsa sinn gang. Þeir sjö leikarar sem sögðu upp að fyrra bragði eru Þórhallur Sigurðsson, Stefán Jónsson, Edda Heiðrún Backman, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson, Randver Þorláksson og Ívar Örn Sverrisson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×