Leyfa undanþágur á þýðingarskyldu 28. febrúar 2005 00:01 Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ekki ástæðu til að óttast undanþágur frá þýðingarskyldu á lagatexta þar sem þeim verði markaðar þröngar skorður. Lagaskylda um að öll lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi skuli vera á íslenskri tungu verður afnumin með frumvarpi dómsmálaráðherra sem er í lokameðferð Alþingis. Þinginu sjálfu og ráðherra verður veitt heimild til að veita undanþágur frá þýðingarskyldu á EES-reglum og alþjóðlegum samningum. Íslensk málnefnd hefur í umsögn um málið varað alvarlega við þessum undanþágum. En hvernig líst Merði Árnasyni, eina íslenskufræðingnum á Alþingi, á lagabreytinguna? Mörður segir að hann þurfi ekki að vera íslenskufræðingur til að lítast illa á hana. Íslenska sé lagamálið og með því að gera þetta séu menn bæði að spara á íslenskunni og líka að brjóta jafnræðisreglu hjá þegnunum því ekki skilji allir erlendar tungur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir að undanþágum verði settar afar þröngar skorður og því sé ekki ástæða til að óttast lagabreytinguna. Hann telji að ekki sé hægt að marka þessar undanþágur með þrengri skilyrðum en gert sé í þessu tilviki. Aðspurður hvort ekki sé verið að ógna íslenskri tungu með samþykktinni segist Bjarni telja að svo sé alls ekki. Til að mynda sé um að ræða handbækur sem fjalli um mjög þröngt afmarkað sérfræðisvið og það sé bæði tímafrekt verk og ópraktískt að leggja þá kvöð á framkvæmdavaldið að þýða allan slíkan texta. Mörður segist geta fallist á einhverjar undanþágur en ef það sé t.d. vitnað í langar efnafræðiskrár á útlensku þá verði að hvíla sú skylda á íslenskum stjórnvöldum einhver staðar í kerfinu að fólk geti fengið þær þýddar og túlkaðar og skýrðar þannig að íslenska dugi til þess að vera Íslendingur og fara að þeim lögum sem hér ríkja. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ekki ástæðu til að óttast undanþágur frá þýðingarskyldu á lagatexta þar sem þeim verði markaðar þröngar skorður. Lagaskylda um að öll lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi skuli vera á íslenskri tungu verður afnumin með frumvarpi dómsmálaráðherra sem er í lokameðferð Alþingis. Þinginu sjálfu og ráðherra verður veitt heimild til að veita undanþágur frá þýðingarskyldu á EES-reglum og alþjóðlegum samningum. Íslensk málnefnd hefur í umsögn um málið varað alvarlega við þessum undanþágum. En hvernig líst Merði Árnasyni, eina íslenskufræðingnum á Alþingi, á lagabreytinguna? Mörður segir að hann þurfi ekki að vera íslenskufræðingur til að lítast illa á hana. Íslenska sé lagamálið og með því að gera þetta séu menn bæði að spara á íslenskunni og líka að brjóta jafnræðisreglu hjá þegnunum því ekki skilji allir erlendar tungur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir að undanþágum verði settar afar þröngar skorður og því sé ekki ástæða til að óttast lagabreytinguna. Hann telji að ekki sé hægt að marka þessar undanþágur með þrengri skilyrðum en gert sé í þessu tilviki. Aðspurður hvort ekki sé verið að ógna íslenskri tungu með samþykktinni segist Bjarni telja að svo sé alls ekki. Til að mynda sé um að ræða handbækur sem fjalli um mjög þröngt afmarkað sérfræðisvið og það sé bæði tímafrekt verk og ópraktískt að leggja þá kvöð á framkvæmdavaldið að þýða allan slíkan texta. Mörður segist geta fallist á einhverjar undanþágur en ef það sé t.d. vitnað í langar efnafræðiskrár á útlensku þá verði að hvíla sú skylda á íslenskum stjórnvöldum einhver staðar í kerfinu að fólk geti fengið þær þýddar og túlkaðar og skýrðar þannig að íslenska dugi til þess að vera Íslendingur og fara að þeim lögum sem hér ríkja.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira