Innlent

20 milljóna verðmunur á fasteignum

Allt að 20 milljóna króna verðmunur er á fasteignaverði í Reykjanesbæ og stór-Reykjavíkursvæðinu. Sem sagt, hægt er að kaupa tvö góð einbýlishús í Keflavík fyrir eitt í höfuðborginni. Gífurlegar hækkanir á fasteignaverði á stór-Reykjavíkursvæðinu hafa ekki skilað sér á Suðurnesjum. Þar eru allar tegundir af húsnæði á allt að helmingi lægra verði en í Reykjavík. Guðlaugur H. Guðlaugsson segja framboðið einfaldlega ráða eftirspurn. Lítið hafi líka verið byggt í Keflavík en með nýjum byggingum hækkar verðið. Ennfremur er lóðaverð lægra þar í bæ en í borginni. Tökum dæmi um verðmuninn: Parhús í Reykjavík selst á rúmar 30 milljónir króna á meðan sambærilegt parhús í Keflavík selst á rúmar 20 milljónir. Munurinn: um 10 milljónir króna. Íbúð í fjölbýli í Keflavík selst á rúmar 8 milljónir króna á meðan sambærileg íbúð í Reykjavík selst á rúmar 15 milljónir. Munurinn: um 7 milljónir króna. Munurinn á verði á einbýlishúsum er allt upp í 100% , eða allt að 20 milljónir króna. Í nýju hverfi, Tjarnarhverfi í Innri-Njarðvík, er nýbúið að úthluta lóðum undir 552 íbúðir. Halldór Ragnarsson verktaki, sem reisir 64 íbúðir í hverfinu í sumar, segir verð þeirra verða um fjórðungi ódýrara en á sambærilegum eignum í Reykjavík. Aðspurður hvers vegna hann geri standi í þessu, vitandi um þennan verðmun, segist hann skynja að verðið í Keflavík fari hækkandi.  Fasteignasalar segja verðið líka fara hækkandi. Einn þeirra, Sigurður Ragnarsson, segir að sl tuttugu ár hafi fasteignaverð á Reykjanesbæjarsvæðinu hafa verið um 80% að verðinu í Reykjavík. Undanfarið hafi hins vegar dregið í sundur en hann spáir því að það eigi eftir að breytast á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×