Innlent

Dauðsföll af völdum flensu

Grunur leikur á að inflúensan sem gengið hefur yfir landið hafi valdið fleiri dauðsföllum meðal eldri borgara en almennt gerist þegar inflúensa geisar. "Það verða alltaf umframdauðsföll þegar flensa geisar en við höfum grunsemdir um að þau hafi verið fleiri núna en oft áður," segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Haraldur segir ekki liggja fyrir hversu margir kunni að hafa látist af völdum flensunnar en verið sé að kanna málið. "Við mælum með bólusetningum og þá sérstaklega hjá starfsfólki á heilbrigðisstofnunum. Það hefur sýnt að það skiptir máli að flensan berist ekki með þeim."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×