Sport

Hálfleikstölur í Meistaradeildinni

Í kvöld fara fram seinni fjórir leikirnir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Á Camp Nou eru Chelsea í heimsókn og hafa yfir 1-0 eftir að Juliano Belletti skoraði sjálfsmark á 34. mínútu. Heimamenn í Barcelona hafa verið mun sterkari aðilinn án þess þó að skapa sér mikið af færum. Á á Estadio do Dragao í Portúgal eru heimamenn í Porto 1-0 undir gegn Inter Milan. Það var ungstirnið frá Nígeríu, Obafemi Martins, sem skoraði markið á 24. mínútu. Sylvain Wiltord skoraði eina markið í fyrri hálfleik í leik Werder Bremen og Lyon á Weserstadion í Bremen, en þar leiða Frakkarnir 1-0 í leikhléi. Á Old Trafford er ennþá markalaust hjá Manchester United og AC Milan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×