Sport

Mourinho gantast á blaðamannafundi

Fyrri umferð 16 liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu lýkur í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen verður í byrjunarliði Chelsea sem mætir Barcelona á Nou Camp í Katalóníu. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, fór á kostum á blaðamannafundi í gær þegar hann tilkynnti byrjunarlið Chelsea og jafnframt greindi hann blaðamönnum frá því hvernig Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, myndi stilla upp sínu liði. Í kvöld mætast einnig Manchester United og AC Milan og þá mæstast Porto og Inter og Werder Bremen og Olympique Lyon. Leikur Chelsea og Barcelona verður í beinni útsendingu á Sýn og viðureign Manchester United og AC Milan á Sýn 2. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×