Sport

Gerrard ánægður með Benitez

Fyrirliði Liverpool, miðjunaglinn Steven Gerrard, hefur mikla trú á stjóra sínum, Rafael Benitez, og segir hann rétta manninn til að koma Liverpool aftur á meðal þeirra bestu. Gerrard viðurkennir þó að þetta tímabil hafi hingað til verið vonbrigði því þeir rauðu hafa ekki blandað sér í toppbaráttuna, en með bikarúrsslitaleik í lok febrúar og Meistaradeildin að fara af stað aftur í næstu viku vill Gerrard meina að enn geti Liverpool endað leiktíðina vel. En hvað sem gerist fram á sumarið, þá segist hann nú þegar hafa sannfærst um ágæti Benitez. "Ég kem úr stórri Liverpool aðdáenda fjölskyldu og ég veit hvað þetta félag þýðir fyrir þau," sagði Gerrard. "Ég er mjög ánægður hérna þó vissulega vilji ég að árangurinn batni, en ég er sannfærður um að það gerist undir stjórn Rafa. Það hafa verið miklar breytingar síðan Rafa kom og þetta er aðeins spurning um tíma þar til góðu tímarnir koma aftur. Það komu inn sjö nýir leikmenn og nýtt þjálfarateimi þannig að það tekur tíma að aðlagast nýjum hlutum og leikmönnum. Þetta horfir allt í rétta átt".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×