Erlent

Mannskæð flóð í Kólumbíu

Neyðarástand ríkir nú í norðurhluta Kólumbíu þar sem meira en tuttugu manns hafa látið lífið í miklum flóðum. Flóðin hafa jafnað meira en fimm þúsund hús við jörðu og 25 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Gríðarlegar rigningar hafa verið víða í Kólumbíu síðan á föstudaginn en að sögn veðurfræðinga er útlit fyrir að þeim muni brátt linna. Hinum megin landamæranna að Venesúela hafa nærri fjörutíu manns látið lífið vegna flóða undanfarna viku og tugþúsundir hafa enn ekki komist til síns heima vegna hættu á frekari flóðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×