Flestir trúa á formannsskipti 2. febrúar 2005 00:01 Mikill meirihluti landsmanna telur að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar, samkvæmt skoðunakönnun sem Fréttablaðið lét gera. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja rúm 63 prósent að Ingibjörg Sólrún verði næsti formaður, en rúm 32 prósent telja að Össur Skarphéðinsson verði formaður Samfylkingarinnar. Rúm fjögur prósent telja að einhver annar verði formaður. Það eru því um helmingi fleiri sem telja að formannsskipti fari fram í Samfylkingunni í vor, en þeir sem telja að Össur verði áfram formaður. Mun fleiri konur telja að Ingibjörg verði næsti formaður flokksins, eða 58,3 prósent, á meðan 49,3 prósent karla telja að Ingibjörg verði formaður. Tæplega 24 prósent kvenna telja að Össur haldi áfram formennsku í flokknum, en 31 prósent karla. Þá telja aðeins fleiri af landsbyggðinni að Ingibjörg verði formaður, eða rúm 57 prósent á móti tæpum 52 prósentum á höfuðborgarsvæðinu. Tæp 30 prósent af landsbyggðinni telja að Össur haldi velli sem formaður, en 26 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins fleiri eru óákveðnir á höfuðborgarsvæðinu. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna verður niðurstaðan enn meira afgerandi. Það verður þó að hafa í huga að slíkar athuganir eru einungis vísbendingar um hvernig stuðningsmenn Samfylkingar telja að formannskjörið fari, þar sem stuðningsmenn Samfylkingar eru einungis um 160 og niðurstaðan því alls ekki marktæk. Af þeim telja þó 72 prósent að Ingibjörg Sólrún verði næsti formaður, en 20 prósent telja að Össur haldi áfram formennsku. Þetta bendir til að fleiri utan Samfylkingar telji að Össur haldi áfram að vera formaður, en innan flokksins. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem taka afstöðu telja tæp 77 prósent að Ingibjörg Sólrún taki við formennsku, en rúm 21 prósent telja að Össur haldi áfram. Tæp tvö prósent telja að einhver annar muni taka við formennsku í flokknum nú í vor. Hringt var í 800 manns 1. febrúar, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hver telur þú að verði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi. 81,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Mikill meirihluti landsmanna telur að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar, samkvæmt skoðunakönnun sem Fréttablaðið lét gera. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja rúm 63 prósent að Ingibjörg Sólrún verði næsti formaður, en rúm 32 prósent telja að Össur Skarphéðinsson verði formaður Samfylkingarinnar. Rúm fjögur prósent telja að einhver annar verði formaður. Það eru því um helmingi fleiri sem telja að formannsskipti fari fram í Samfylkingunni í vor, en þeir sem telja að Össur verði áfram formaður. Mun fleiri konur telja að Ingibjörg verði næsti formaður flokksins, eða 58,3 prósent, á meðan 49,3 prósent karla telja að Ingibjörg verði formaður. Tæplega 24 prósent kvenna telja að Össur haldi áfram formennsku í flokknum, en 31 prósent karla. Þá telja aðeins fleiri af landsbyggðinni að Ingibjörg verði formaður, eða rúm 57 prósent á móti tæpum 52 prósentum á höfuðborgarsvæðinu. Tæp 30 prósent af landsbyggðinni telja að Össur haldi velli sem formaður, en 26 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins fleiri eru óákveðnir á höfuðborgarsvæðinu. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna verður niðurstaðan enn meira afgerandi. Það verður þó að hafa í huga að slíkar athuganir eru einungis vísbendingar um hvernig stuðningsmenn Samfylkingar telja að formannskjörið fari, þar sem stuðningsmenn Samfylkingar eru einungis um 160 og niðurstaðan því alls ekki marktæk. Af þeim telja þó 72 prósent að Ingibjörg Sólrún verði næsti formaður, en 20 prósent telja að Össur haldi áfram formennsku. Þetta bendir til að fleiri utan Samfylkingar telji að Össur haldi áfram að vera formaður, en innan flokksins. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem taka afstöðu telja tæp 77 prósent að Ingibjörg Sólrún taki við formennsku, en rúm 21 prósent telja að Össur haldi áfram. Tæp tvö prósent telja að einhver annar muni taka við formennsku í flokknum nú í vor. Hringt var í 800 manns 1. febrúar, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hver telur þú að verði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi. 81,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira