Flestir trúa á formannsskipti 2. febrúar 2005 00:01 Mikill meirihluti landsmanna telur að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar, samkvæmt skoðunakönnun sem Fréttablaðið lét gera. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja rúm 63 prósent að Ingibjörg Sólrún verði næsti formaður, en rúm 32 prósent telja að Össur Skarphéðinsson verði formaður Samfylkingarinnar. Rúm fjögur prósent telja að einhver annar verði formaður. Það eru því um helmingi fleiri sem telja að formannsskipti fari fram í Samfylkingunni í vor, en þeir sem telja að Össur verði áfram formaður. Mun fleiri konur telja að Ingibjörg verði næsti formaður flokksins, eða 58,3 prósent, á meðan 49,3 prósent karla telja að Ingibjörg verði formaður. Tæplega 24 prósent kvenna telja að Össur haldi áfram formennsku í flokknum, en 31 prósent karla. Þá telja aðeins fleiri af landsbyggðinni að Ingibjörg verði formaður, eða rúm 57 prósent á móti tæpum 52 prósentum á höfuðborgarsvæðinu. Tæp 30 prósent af landsbyggðinni telja að Össur haldi velli sem formaður, en 26 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins fleiri eru óákveðnir á höfuðborgarsvæðinu. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna verður niðurstaðan enn meira afgerandi. Það verður þó að hafa í huga að slíkar athuganir eru einungis vísbendingar um hvernig stuðningsmenn Samfylkingar telja að formannskjörið fari, þar sem stuðningsmenn Samfylkingar eru einungis um 160 og niðurstaðan því alls ekki marktæk. Af þeim telja þó 72 prósent að Ingibjörg Sólrún verði næsti formaður, en 20 prósent telja að Össur haldi áfram formennsku. Þetta bendir til að fleiri utan Samfylkingar telji að Össur haldi áfram að vera formaður, en innan flokksins. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem taka afstöðu telja tæp 77 prósent að Ingibjörg Sólrún taki við formennsku, en rúm 21 prósent telja að Össur haldi áfram. Tæp tvö prósent telja að einhver annar muni taka við formennsku í flokknum nú í vor. Hringt var í 800 manns 1. febrúar, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hver telur þú að verði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi. 81,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Mikill meirihluti landsmanna telur að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar, samkvæmt skoðunakönnun sem Fréttablaðið lét gera. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja rúm 63 prósent að Ingibjörg Sólrún verði næsti formaður, en rúm 32 prósent telja að Össur Skarphéðinsson verði formaður Samfylkingarinnar. Rúm fjögur prósent telja að einhver annar verði formaður. Það eru því um helmingi fleiri sem telja að formannsskipti fari fram í Samfylkingunni í vor, en þeir sem telja að Össur verði áfram formaður. Mun fleiri konur telja að Ingibjörg verði næsti formaður flokksins, eða 58,3 prósent, á meðan 49,3 prósent karla telja að Ingibjörg verði formaður. Tæplega 24 prósent kvenna telja að Össur haldi áfram formennsku í flokknum, en 31 prósent karla. Þá telja aðeins fleiri af landsbyggðinni að Ingibjörg verði formaður, eða rúm 57 prósent á móti tæpum 52 prósentum á höfuðborgarsvæðinu. Tæp 30 prósent af landsbyggðinni telja að Össur haldi velli sem formaður, en 26 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins fleiri eru óákveðnir á höfuðborgarsvæðinu. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna verður niðurstaðan enn meira afgerandi. Það verður þó að hafa í huga að slíkar athuganir eru einungis vísbendingar um hvernig stuðningsmenn Samfylkingar telja að formannskjörið fari, þar sem stuðningsmenn Samfylkingar eru einungis um 160 og niðurstaðan því alls ekki marktæk. Af þeim telja þó 72 prósent að Ingibjörg Sólrún verði næsti formaður, en 20 prósent telja að Össur haldi áfram formennsku. Þetta bendir til að fleiri utan Samfylkingar telji að Össur haldi áfram að vera formaður, en innan flokksins. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem taka afstöðu telja tæp 77 prósent að Ingibjörg Sólrún taki við formennsku, en rúm 21 prósent telja að Össur haldi áfram. Tæp tvö prósent telja að einhver annar muni taka við formennsku í flokknum nú í vor. Hringt var í 800 manns 1. febrúar, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hver telur þú að verði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi. 81,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira