Sport

Fowler aftur á Anfield

Robbie Fowler mun snúa aftur á Anfield í mars til að taka þátt í fjáröflunarleik fyrir fórnarlömb náttúruhamfaranna í Asíu. Fowler mun þar spila með gömlum Liverpool hetjum á borð við Kevin Keegan og Kenny Daglish. Fyrrum hetja á Anfield, David Johnson, sagði í viðtali við opinbera heimasíðu Liverpool í dag: "Allir þeir leikmenn sem ég hef talað við og beðið um að spila í þessum leik hafa sagt já. Það hefur ekki einn einasti sagt að hann komist ekki. Við erum að tala um stærstu nöfin sem spilað hafa fyrir Liverpool og munu 22 af þeim spila í leiknum. Við munum gefa út hverjir hinir eru innan skamms." Maðurinn á bakvið hugmyndina er einnig fyrrum leikmaður Liverpool, Jason McAteer, og segist hann hafa fengið hugmyndina af þessum leik er hann horfði á heimildarmynd á BBC um harmleikinn. "Fótboltaheimurinn vill ekki láta sitt eftir liggja og ætla sér að gera allt til að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda eftir hamfarirnar," sagði McAteer í viðtali á Anfield í dag. "Þessi harmleikur snerti okkur öll. Við viljum leggja okkar af mörkum og við töldum okkur hafa réttu samböndin í fótboltaheiminum til að þetta myndi heppnast vel". Rick Parry, stjórnarformaður Liverpool, tilkynnti einnig í dag að félagið myndi leggja til Anfield völlinn og allt starfsfólk án endurgjalds.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×