Sport

Bellamy ekki til Birmingham

Samkvæmt umboðsmanni Craig Bellamy hjá Newcastle United mun ekkert verða af sölunni til Birmingham City. Bellamy hyggst bíða þangað til í sumar í þeirri von um að fá tilboð frá fleiri liðum. Annars er Bellamy ekki vel liðinn hjá Newcastle um þessar mundir eftir hávaðarifrildi við knattspyrnustjórann Graeme Souness. "Hann mun aldrei spila fyrir mig aftur. Hann er búinn að hafa slæm áhrif síðan ég tók við liðinu og hann á ekki að komast upp með að fara í viðtal og ásaka mig um lygar," sagði Souness sótillur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×