Erlent

Flugu aftur inn um gluggann

Jóhannes Páll páfi hugðist ásamt tveimur börnum sleppa hvítum dúfum út um glugga á íbúð sinni í Páfagarði í gær, en dúfurnar vildu ekki út í kuldann sem hefur ríkt í Róm undanfarið og flugu aftur inn í hlýjuna. Athöfnin var liður í átaki kaþólskrar hreyfingar á Ítalíu sem valdi janúarmánuð sem mánuð til að undirstrika frið í heiminum. Þúsundir ungra barna höfðu safnast saman á Péturstorginu til að fylgjast með páfa og börnunum tveimur og hlógu svo undir tók í Péturstorginu þegar dúfurnar flugu inn en ekki út. Páfi greip eina dúfuna og ýtti henni blíðlega út úm gluggann, en eftir stutt flug yfir Péturstorginu sneri hún við og hvarf enn á ný inn um gluggann. Páfinn hló með börnunum og hafði greinilega gaman af öllu saman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×